Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Samvinna skólastiga

Skólaganga barna á að mynda samfellda heild þannig að reynsla og nám barna á fyrri skólastigum nýtist þeim á næsta skólastigi. Að ljúka leikskólanámi og byrja í grunnskóla felur í sér breytingar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er að nám og uppeldi í grunnskóla byggist á fyrri reynslu og námi barna, til að skapa þeim öryggi og ný námstækifæri. þannig þarf sú þekking og þau viðfangsefni, sem börnin voru að fást við í leikskólanum, að verða grunnur sem grunnskólanámið byggist á.

Samvina skólastiga - markmið
  • Nota skal samrekstrarform Auðarskóla til hið ýtrasta til að flutningur barns úr leikskóla í grunnskóla verði farsæll.
  • Markvist skal gefa leikskólabörnum tækifæri á að kynnast umhverfi og starfi grunnskólans. 
  • Lögð skal áhersla á að  viðhalda góðum vinatengslum barna á síðasta ári í leikskóla og á fyrsta ári í grunnskóla.
  • Lögð er áhersla á að við lok leikskóla fylgi starffólk leikskólans gögnum og upplýsingum til starfsfólks grunnskóla.
  • Starfsfólk beggja skólastiga þurfa að kynna sér nám og starfsaðferðir hvers annars og leita leiða til samstarfs og upplýsingagjafar.
Samstarf við grunnskóladeild
Nemendur í elsta árgangi leikskólans taka reglulega þátt í ýmsum uppákomum og atburðum í grunnskólanum:
  • Taka þátt í danskennslu
  • Eru viðstaddir ýmsa atburði í grunnskólanum
  • Koma vikulega í heimsókn og sitja kennslustundir með yngstu nemendum í grunnskólanum. 
Þá koma yngstu nemendur í grunnskólanum reglulega í heimsókn í leikskólann.

Starfsfólk beggja deilda  hittist reglulega til að skipuleggja samstarf deildana. 

Sérfræðiþjónustan er sú sama fyrir báðar deildir þannig að sömu aðilar vinna áfram með börnin.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla