Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Að örva þroska

Í leikskóla Auðarskóla er lögð áhersla á skapandi starf og leik barnsins.  Ekki er um beina kennslu að ræða, sem stefnir að ákveðinni fræðilegri þekkingu heldur er áhersla á leik barna sem náms- og þroskaleið og á uppgvötunarnám.  Aðlhliða þroski er í brennidepli og í því felst m.a. líkams- og hreyfiþroski, tilfinninga-þroski, vitsmunaþroski, málþroski, félagsþroski/félagsvitund, fagurþroski/sköpunarhæfni og siðgæðisþroska.  Leikskólinn reynir að hlúa að öllum þessum þroskaþáttum; efla þá og örva samspil þeirra.  Leikni í lífinu og gengi í námi barnsins í framtíðinni byggist á jafnvægi milli þessara þátta.

​Þroskaþættir
Lífsleikni. Segja má að leikskólaganga barns  sé í raun samfellt lífsleikninám.  Til að öðlast aukna lífsleikni þarf barnið að læra umburðarlyndi í samskiptum sínum og samneyti við aðra, læra að bera virðingu fyrir ólíku atgervi, skoðunum og menningu.  Vinátta og samkennd er dýrmætt veganesti fyrir  þátttöku í félagslífi og samstarfi síðar í lífinu.  Barnið þarf að tileinka sér lífsgildi, reglur, venjur og hefðir sem ríkja heima, í leikskólanum og í samfélaginu í heild.  Í leikskólanum er frumkvæði barnanna eflt og styrkt, þannig verða þau hæfari til að takast á við líf og starf.  Þau eiga að taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra og leik eftir því sem aldur og þroski leyfa.  Í leikskóla á barnið að fá tækifæri til að læra að leysa deilur á jákvæðan og friðsamlegan hátt og læra að gleðjast með öðrum og lifa í sátt við sjálft sig og umhverfi sitt.

Málrækt.   Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Málörvun á sér stað á öllum tímum dagsins, í fataklefanum, matmálstímum, hópavinnu og lestur í samverstundum.  Helstu viðfangsefni málræktar felast í því að efla orðaforða barnsins og skilning á merkingu orðanna. Einnig að barnið læri að hlusta á og njóta góðrar frásagna eða upplesturs.  Þá þarf að virkja barið til þess að tjá sig og virði rétt annarra til að tjá sig.

Hreyfing.   Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Hreyfigeta þeirra er nátengd þroska og vexti.  Salur leikskólans er notaður markvisst í skipulegar hreyfistundir.  Útileiksvæði leikskóla Auðarskóla er vel hannað til leikja og hreyfingar allan ársins hring.  Vegur þar einna mest stærð svæðisins og brekkur, sem ganga þarf reglulega upp og niður.  Lögð er áhersla á að efla hreyfifærni barnanna og að þau  öðlist raunhæfa mynd af líkamlegri færni sinni og getu sem að leiðir til aukins sjálfstraust og sjálfsaga.
Félagsþroski og félagsvitund:  Til að  styrkja félagsþroska og félagsvitund  barnanna er unnið að eftirfarandi þáttum:
-  Að stuðla að traustum og hlýjum samskiptum barna í milli og við 
   fullorðna.
-  Að örva samskipti barns við fólk á mismunandi aldri.
-  Að beina barni að hópastarfi og styðja við það þegar þörf krefur.
-  Að hjálpa barni við að leysa deilur á farsælan hátt.
-  Að hvetja barn til að sýna öðrum virðingu og umburarlyndi.
-  Að hvetja barn tila ð virða skoðanir annarra.
-  Að stuðla að því að barn temji sér góða umgengni og hreinlætisvenjur.
-  Að stuðla að því að barn fái notið sín, óháð andlegu eða líkamlegu 
   ​atgevi, kynferði, uppruna, menningu eða trú. 
-  Að efla skilning barns á gildi vináttu.

Fagurþroski og sköpunarhæfni:  Til að  styrkja fagurþroska og sköðunarhæfni barnanna er unnið að eftirfarandi þáttum:
-  Að örva sköðunarhæfni barns, sköpunargleði og skapandi tjáningu.
-  Að búa barni aðstæður og efnivið sem örvar til frjálsa og skapandi
   tjáningu.
-  Að veita barni tækifæri til að njóta lista.
-  Að vekja áhuga barns á umhverfi og náttúru.

Siðgæðsiþroski og siðgæðisvitund:  Til að  styrkja líkams- og hreyfiþroska barnanna er unnið að eftirfarandi þáttum:
-  Að örva barn til að sýna umhyggju og umburðarlyndi.
-  Að hvetja barn til sáttfýsi og samvinnu.
-  Að vekja skilning barns á óbilgirni og ofbeldi leysir engan vanda.
-  Að hvetja barn til hjálpsemi og ábyrgðarkenndar gagnvart mönnum og
    málleysingjum.
-  Að kenna barni að bera virðingu fyrir öðru fólki óháð trúar og
   ​lífsviðhorfum, kynþætti,  uppruna, menningu eða atgervi.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla