Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Fjölskyldan og leikskólinn

Líðan barns í leikskóla er samtvinnuð velferð fjölskyldu þess og heimilis. Sjónarmið foreldra og framlag þeirra til leikskólastarfs er mikilvægur liður í því að hafa heildarsýn á velferð og vellíðan barna. Þegar börn hefja leikskólagöngu þurfa foreldrar og leikskóli að leggja grunn að samstarfi þar sem umhyggja og velferð barna er höfð að leiðarljósi.

Markmið samstarfs heimilis og skóla
  • Starfsfólk sýni ávallt fjölbreyttum fjölskyldugerðum og menningu skilning  í samskiptum.
  • Samstarf starfsfólks leikskóla og foreldra skal byggjast á gagnkvæmum skilningi og virðingu. Saman geti aðilar deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varða einstök börn.
  • Við upphaf leikskólagöngunnar skal lagður hornsteinn að samstarfi foreldra og leikskóla t.d. með þátttöku foreldra í aðlögun. Þar gefst foreldrum tækifæri til að kynnast starfsháttum, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og starfsfólk leikskólans fær upplýsingar um barnið.
  • Tíðust samskipti fara fram þegar foreldrar koma með börn sín og sækja þau í leikskólann.Lögð er áhersla á að sá tími sé nýttur til daglegra samskipta eins og kostur er.
  • Foreldrar skulu hvattir til að spyrjast fyrir um starfið í leikskólanum og leikskólagöngu barna sinna.
  • Foreldrar skulu  hafa gott aðgengi að öllum upplýsingum um leikskólastarfið og börn sín svo að þeir geti fylgst með skólagöngu þeirra, veitt þeim stuðning og hvatningu.
  • Hvatt skal til þátttöku fjölskyldna í leikskólastarfi og  byggt skal á þeirri hugmynd að fjölskyldan og leikskólinn séu samstarfsaðilar.
  • Leitast skal við að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og stuðla að áhrifum þeirra m.a. í gegnum skólaráð og þátttöku í innra mati.
Samstarf heimilis og leikskóla Auðarskóla

Að koma og sækja barn.  Þegar foreldrar koma eða sækja barn sitt  í leikskólann fara fram helstu samskipti á milli foreldra og starfsmanna.   Þótt mínúturnar séu fáar eru þær notaðar til að skiptast á boðum og helstu fréttum af því sem er að gerast í lífi barnsins.  Foreldrum er velkomið að staldra við og spjalla eða líta inn í leikskólann af og til og taka þátt ef þeir hafa tíma.

Foreldraviðtöl.   Allir foreldrar eru boðaðir í foreldraviðtöl tvisvar sinnum  á hverjum vetri en foreldrar geta einnig óskað eftir viðtali á öðrum tímum.  Í þessum viðtölum er m.a. rætt um líðan barnsins á leikskólanum, þroska barnsins, hvernig barninu gengur í félagslegum samskiptum o.fl.  Deildarstjórar geta  líka boðað foreldra í viðtal ef hann telur þörf á því. 

Kynningarfundur að hausti.  Á hverju hausti í september er haldinn kynningarfundur í leikskólanum, þar sem farið er yfir helstu þætti í starfi leikskólans.  Lögð er áhersla á að fá nýja foreldra á fundinn.

Foreldrafélag og skólaráð.  Í Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag og sameiginlegt skólaráð fyrir leik- og grunnskóla. Gætt er þess í lögum foreldrafélagsins að fulltrúar foreldra barna á leikskóla séu ávalt í stjórn foreldrafélagsins og í skólaráði.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla