Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Um heilbrigði og velferð

Grunnþátturinn heilbrigði og velferð er þegar á margvíslegan hátt daglegur þáttur í skólastarfi skóla í dag. Sem grunnþáttur er heilbrigði og velferð ekki sérstök námsgrein heldur viðfangsefni og áhersla sem snertir allar námsgreinar og daglega starfshætti í skólum.

Heilbrigði er mjög víðfeðmt hugtak; vísar til líkamlegrar, félagslegrar og andlegrar vellíðunar í heppilegu samspili og er samhangandi við hugtakið velferð. Daglegt skólastarf í dag hefur margvísleg áhrif á   heilbrigði nemenda. Forvarnir í skólastarfi minna á það, hvort sem þær snúa að mataræði, hreyfingu, áfengis- eða vímuvarnir. Forvarnir hafa verið að breytast og má segja að áherslan sé að færast frá forræðishyggju með boðum og bönnum eða jafnvel hræðsluáróðri til heilsueflingar í formi fræðslu, sem hefur mikið upplýsingagildi og kennir að taka upplýst val. Áherslan er jákvæð og  á „núið“, það sem er að gerast núna hjá nemenda og hvað sé gott í stöðunni, sem megi bæta.

Heilsuefling getur komið í veg fyrir áhættuhegðun.  Í því samhengi má ræða um heilsutengda kennslu sem vinnur gegn áhættutengdum þáttum og leggur áherslu á mikilvægi heilsueflingar frá félagslegu sjónarhorni, sem mætti kannski nefna lýðheilsu einu nafni. Mikilvægt er að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda og því þarf efla þá. Aukið sjálfstraust minnkar líkur á áhættuhegðun og eykur líkur á að nemendur velji frekar jákvæðan lífsstíl og heilsueflandi. Við það aukast líkur að nemendur   vinni að eigin hamingju með eigin ákvörðunum sem grundvallast á heilbrigði og geðrækt hans.

Skólastarf er mikilvægt frá félagslegu sjónarhorni sem þátttakandi í að stuðla að heilbrigði og velferð nemenda. Kennarinn er í lykilaðili í hinu uppbyggilega umhverfi sem þarf að standa honum til boða. Umhverfi sem veitir jákvæða hvatningu til að velja góða kosti á grundvelli jákvæðrar sjálfsmyndar. Þannig þarf heilsuefling að vera langtímaverkefni og stöðugt, til mótunar heppilegra venja, fari fram í vinalegu umhverfi, sé fjölbreytt og með margvíslegar áherslur til líkamlegs, félagslegs og andlegs heilbrigðis og velferðar.


Kennarinn er  mikilvæg fyrirmynd í lífi barna til heilbrigðis og velferðar. Samstarf við heimilin um heilbrigði og velferð er sömuleiðis mikilvægur þáttur og ekki síst í þáttum sem snúa að heilsu-og sjálfseflingu. Uppeldið er á ábyrgð foreldra en skólinn býður upp á menntunartækifæri til að styðja við það, m.a. til heilbrigðis og velferðar.

Skólastarf er mikilvægt frá félagslegu sjónarhorni sem þátttakandi í að stuðla að heilbrigði og velferð nemenda. Kennarinn er í lykilaðili í hinu uppbyggilega umhverfi sem þarf að standa honum til boða. Umhverfi sem veitir jákvæða hvatningu til að velja góða kosti á grundvelli jákvæðrar sjálfsmyndar. Þannig þarf heilsuefling að vera langtímaverkefni og stöðugt, til mótunar heppilegra venja, fari fram í vinalegu umhverfi, sé fjölbreytt og með margvíslegar áherslur til líkamlegs, félagslegs og andlegs heilbrigðis og velferðar.

Kennarinn er  mikilvæg fyrirmynd í lífi barna til heilbrigðis og velferðar. Samstarf við heimilin um heilbrigði og velferð er sömuleiðis mikilvægur þáttur og ekki síst í þáttum sem snúa að heilsu-og sjálfseflingu. Uppeldið er á ábyrgð foreldra en skólinn býður upp á menntunartækifæri til að styðja við það, m.a. til heilbrigðis og velferðar.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla