Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Leiðarljós í leikskóla Auðarskóla

Í leikskólastarfi mynda hugtökin uppeldi, umönnun og menntun eina heild. Börnum er sýnd virðing og umhyggja og þau fá hvatningu og viðfangsefni við hæfi. Litið er á þau sem fullgilda þátttakendur í samfélagi leikskólans. Starfshættir leikskóla eiga að taka mið af umhverfi leikskólans og því samfélagi sem hann er í.   Eftirfarandi leiðarljós eiga að vísa starfinu veginn í mótun leikskólastarfs. Leiðarljós leikskóla Auðarskóla byggir á viðmiðum um leiðarljós í aðalnámskrá leikskóla Menntamálaráðuneytisins frá 2011.

  • Leikskóli á að vera samfélag þar sem hver einstaklingur nýtur virðingar og leggur sitt af mörkum.
  • Í leikskóla á að leggja áherslu á sjálfstæði, jákvæða sjálfsmynd, frumkvæði, sjálfsábyrgð og virða sérstöðu og sjónarmið hvers einstaklings.  
  • Leikskóli á að vera lýðræðislegur vettvangur og lærdómssamfélag þar sem starfsfólk, foreldrar og börn eru virkir þátttakendur og hafa áhrif á ákvarðanir um málefni leikskólans.
  • Leikskólastarf skal byggjast á jafnrétti, virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins og öðrum menningarheimum
  • Virða skal rétt allra sem þar dvelja, óháð kynferði, bakgrunni, aðstæðum eða getu og leitast við að koma til móts við þarfir allra.

    Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að því að börn læri að bera virðingu og umhyggju fyrir öðru fólki, þrói með sér samkennd, tillitssemi og vináttu.



      


  • Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að virðingu barna fyrir náttúru og umhverfi sínu.
  • Í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og útiveru.
  • Í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að fást við fjölbreytt verkefni sem bjóða upp á margar lausnir og hvetja til rannsókna og ígrundunar.
  • Starfshættir leikskóla eiga að hvetja til gagnrýninnar hugsunar og gefa börnum færi á að virkja sköpunarkraft sinn og túlka og tjá sig á fjölbreyttan hátt m.a. í gegnum  leik, hreyfingu, myndmál, tónlist, tungumál, tölur og tákn.   
  • Í leikskóla á að skapa aðstæður fyrir börn til að fást við viðfangsefni sem taka mið af áhuga þeirra, styrkleikum og þroska þannig að trú þeirra  á eigin getu aukist og hneigð þeirra til náms eflist.  
  • Í leikskóla á að nýta þau tækifæri sem gefast í daglegum samskiptum til að efla íslenska málvitund þar sem börn læra ný orð og hugtök og þróa tungumálið



Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla