Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Tónlist

Stuðlað er að sem mestum alhliða þroska hvers barns og er tónlistin notuð sem verkfæri til þess. Mikið er kennt er í gegnum leik, þannig að börnin eru ekki endilega meðvituð um að það sé verið að kenna ákveðna hluti, í stað þess upplifa þau skemmtilega tónlistarstund. Reynt er að virkja sérhvern einstakling þannig að allir fái sem mest út úr hverri kennslustund.
Á leikskólaárunum þarf tónlist að vera samofin leik og starfi barna. Því ríkari og fjölbreyttari tónlistarreynsl  sem þeim er boðið upp á, hvort sem það er söngur, dans, hreyfing, hljóðfæraleikur eða tónlistarhlustun, því sterkari verða tengsl barna við eigin tilfinningar og líðan. Aukin meðvitund um tilfinningar auðveldar tjáningu þeirra og bætir þar með líðan barns, skapar glaðari einstakling með sterka sjálfsmynd. Þess utan eflir alhliða skynörvun heilastarfsemi sem er á forskólaaldrinum virkari en hún mun nokkru sinni verða síðar. Ef þessi örvun er geymd þar til barnið nær grunnskólaaldri minnka líkurnar á því að það nái þeirri færni sem það fæddist með til að skynja tónlist og tjá sig með henni. Það má jafnvel gera ráð fyrir að möguleikar þess til að glíma á skapandi hátt við lífið og tilveruna og þar með talin ,flókin verkefni‘ dvíni til muna

Vinnan í leikskóla Auðarskóla

  • Hreyfing við tónlist.  T.d yogaæfingar eru gerðar undir slakandi tónlist.
  • Æfingar með hljóðgjafa. T.d hringlur, stafir, diskar og önnur hljóðfæri notuð af börnum.
  • Söngur. T.d. skipulagðar söngstundir, sungið fyrir gesti og farið í heimsóknir og sungið.
  • Dans.  Í hreyfistundum er dansað frjálst og æfður dans.  Elstu nemendur leikskólans fara á dansnámskeið.
  • Hlustun og fjölbreytt tónlist.  Ýmiskonar tónlist notuð undir leik.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla