Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Námssvið í leikskólanum

Ákveðin námssvið eru undirstaða náms barnanna í leikskólanum.  Þessi námssvið skarast öll að meira eða minna leyti og haldast í hendur við leik, daglegt líf og lífsleikni barnanna. Allt nám byggir á stoðum grunnþáttana sex.

​Helstu námssvið leikskólans
​Lífsleikni. Segja má að leikskólaganga barns  sé í raun samfellt lífsleikninám.  Til að öðlast aukna lífsleikni þarf barnið að læra umburðarlyndi í samskiptum sínum og samneyti við aðra, læra að bera virðingu fyrir ólíku atgervi, skoðunum og menningu.  Vinátta og samkennd er dýrmætt veganesti fyrir  þátttöku í félagslífi og samstarfi síðar í lífinu.  Barnið þarf að tileinka sér lífsgildi, reglur, venjur og hefðir sem ríkja heima, í leikskólanum og í samfélaginu í heild.  Í leikskólanum er frumkvæði barnanna eflt og styrkt, þannig verða þau hæfari til að takast á við líf og starf.  Þau eiga að taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra og leik eftir því sem aldur og þroski leyfa.  Í leikskóla á barnið að fá tækifæri til að læra að leysa deilur á jákvæðan og friðsamlegan hátt og læra að gleðjast með öðrum og lifa í sátt við sjálft sig og umhverfi sitt.

Málrækt.   Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Málörvun á sér stað á öllum tímum dagsins, í fataklefanum, matmálstímum, hópavinnu og lestur í samverstundum.  Helstu viðfangsefni málræktar felast í því að efla orðaforða barnsins og skilning á merkingu orðanna. Einnig að barnið læri að hlusta á og njóta góðrar frásagna eða upplesturs.  Þá þarf að virkja barið til þess að tjá sig og virði rétt annarra til að tjá sig.

Hreyfing.   Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Hreyfigeta þeirra er nátengd þroska og vexti.  Salur leikskólans er notaður markvisst í skipulegar hreyfistundir.  Útileiksvæði leikskóla Auðarskóla er vel hannað til leikja og hreyfingar allan ársins hring.  Vegur þar einna mest stærð svæðisins og brekkur, sem ganga þarf reglulega upp og niður.  Lögð er áhersla á að efla hreyfifærni barnanna og að þau  öðlist raunhæfa mynd af líkamlegri færni sinni og getu sem að leiðir til aukins sjálfstraust og sjálfsaga.
Myndsköpun.  Börn hafa ríka þörf fyrir að tjá sig með myndmáli á skapandi hátt. Í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin tjái sig frjálst og að sköpunargleðin fái að njóta sín. Sjálft sköpunarferlið skiptir meira máli en útkoman. Helstu viðfangsefni eru að barnið fái tækifæri til að þroska og þjálfa sköpunarhæfni sína og efla jákvæða sjálfsmynd, að eflt sé með barninu þor til að takast á við ný efni í listsköpun sinni og  að þau læri að meta verk sín og annarra og virða þau.

Tónlist.  Börn öðlast tónlistarþroska með því að fá fjölbreytta reynslu af tónlist og að kynnast hljóðum,tónum og hreyfingu í leik og starfi.  Söngstundum  er gert hátt undir höfði í starfi leikskólans og stutt er við sjálfsprottinn söng barnanna og tilraunir þeirra með hljóðgjafa.  Helstu viðfangsefni eru að þjálfa börnin í  næmi fyrir hljóðum, hreyfingu og hrynjanda og auka frumkvæði og frjálsa, skapandi tjáningu í tónlist.

Náttúran og umhverfið.   Kynni barnsins við náttúruna eru þýðingarmikil fyrir þroska þess.  Í leikskólanum er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd.  Í vettvangsferðum fá börnin fræðslu um sitt nánasta umhverfið og örnefni.  Helstu viðfangsefni eru að barnið læri að meta og nýta það sem náttúran gefur okkur og að barnið læri að ganga vel um náttúruna.

Menning og samfélag.   Hver og einn er óhjákvæmilega þátttakandi í því samfélagi sem hann býr í.  Íslenskt samfélag einkennist af fjölmenningu og strax í leikskóla lærum við um ólíkar hefðir og fána annarra þjóða.   Hefðir eru ákveðin menningartákn og tengjast  sögu okkar og fortíð.  Í leikskólanum kynnist barnið ýmsu í menningu samfélagsins, t.d. eru kenndar gamlar þulur og kvæði, farið er í ýmsa gamla leiki og fjallað er um íslenska fánann – tákn fullveldis þjóðarinnar.  Í hefðum felst öryggi og oftast eitthvað sem gleður hjartað;  það að gera sér dagamun.  
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla