Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Innra og ytra mat

Mat er órjúfanlegur þáttur í starfi skóla og námi barna og ungmenna. Námsmat veitir upplýsingar um árangur barna og ungmenna við að uppfylla markmið náms, örvar þau til frekari dáða og nýtist kennurum og starfsfólki við að stuðla að frekari framförum í námi. Mat á starfi skóla hefur þann tilgang að tryggja að réttindi barna og ungmenna séu virt og þau fái þá menntun og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Mat á skólastarfi er tvíþætt:

Innra mat
Um er að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir samkvæmt ákveðnum leikreglum sem Mennta- og menningarráðuneytið gefur út.  Reglugerð hér.

Í Auðarskóla starfar þróunarstjórn sem skipuleggur allt innra mat skólans.  Matið í grunn- og leikskóla er samhæft og spurt um sömu þætti viðhorfakönnunum. Í úrvinnslu eru það starfsmenn leikskólans sem forgangsraða úrbótaverkefnum og búa til úrbótaáætlanir.

Fimm ára áætlun skólans í innramati ásamt niðurstöðum liðinna ára eru birtar reglulega á vefsvæði Auðarskóla.  Sjá hér.
Ytra mat
Um er að ræða mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila.

Ytra mat skal byggjast á fjölbreyttum gögnum og upplýsingum, svo sem niðurstöðum innra mats og öðrum skriflegum gögnum frá skólum, heimsóknum í skóla og viðtölum eftir því sem við á og athugun á kennslu. Skólum ber að upplýsa úttektaraðila sem best um þá þætti skólastarfsins sem úttektin beinist að

Ekkert ytra mat liggur enn fyrir á leikskóla Auðarskóla
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla