Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Hreyfing

Börn eru sífellt á hreyfingu og er því mikilvægt að gefa þeim tækifæri til þess og það frjálst og óhindrað enda hafa þau mikla þörf fyrir hreyfingunni. Öll hreyfing stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan og eru þau fljót að tjá sig með hreyfingum. Hreyfing hefur líka áhrif á heilsu, snerpu og þol sem og að barnið styrkir sjálfstraust og getu.

Það er ekki nauðsynlegt að eiga sal fullan af fínum tækjum og tólum til að ýta undir góða hreyfiþjálfun barna. Mikilvægara er að huga að öllum þáttum hreyfiþjálfunarinar, grófhreyfingum, fínhreyfingum, styrk, þol, þor og síðast en ekki síst gleðinni í gegnum þetta allt saman og „meistara“ tilfinningunni sem börnin þurfa að upplifa hvert og eitt. Að æfa sig í að nota hníf og gaffal, puðast í fötin sín, komast upp á stólinn, klifra upp í rólurnar, stökkva yfir steina, klifra upp í sandkassann, veltast um í grasinu, hjóla, hlaupa, klifra í trjám, klifurkastala og svo framvegis.

Fyrirfram skipulagðir hópatímar í hreyfiþjálfun er það sem bíður allra barna þegar þau koma í grunnskólann. Það er því ekkert nema gott að þau kynnist því aðeins í leikskólanum líka og byggja börnin þá á reynslu sem þau þekkja þegar kemur í grunnskólann
.

Vinna með hreyfingu í leikskóla Auðarskóla
  • Skipulögð hreyfistund í sal
  • Útivera á leikskólalóð
  • Gönguferðir/vettvangsferðir
  • Danskennsla
  • Hreyfileikir
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla