Námskrárvefur leikskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Grunnþættirnir
    • Læsi >
      • Um læsi
      • Stoðir læsis >
        • Málrækt
        • Leikur
        • Umhverfi
        • Lífsleikni
        • Tækni
    • Heilbrigði og velferð >
      • Um Heilbrigði og velferð
      • Stoðir heilbrigðis og velferðar >
        • Hreyfing
        • Holl næring
        • Jákvæð sjálfsmynd
        • Daglegar athafnir
        • Slökun & hvíld
        • Umhyggja
    • Sköpun >
      • Um sköpun
      • Stoðir sköpunar >
        • Tónlist
        • Leikræn tjáning
        • Myndmennt
        • Leikir
        • Hefðir leikskólans
        • Menning samfélagsins
    • Jafnrétti >
      • Um jafnrétti
      • Stoðir jafnréttis >
        • Umræður
        • Umhverfi
        • Samskipti
  • Mat
    • Innra og ytra mat
    • Mat á námi og velferð
  • Leiðarljós
    • Leiðarljós leikskóla Auðarskóla
    • Leiðarljós í framkomu starfsfólks
    • Að örva þroska
  • Leikur og nám
    • Leikurinn
    • Námið
  • Samfélagið
    • Fjölskyldan og leikskólinn
    • Samvinna skólastiga

Mat á námi og velferð

Mat á námi, þroska og velferð barna felur í sér að safnað er upplýsingum um það sem börn fást við og hafa áhuga á; hvað þau vita, geta og skilja. Upplýsingarnar eru notaðar til að styðja nám og velferð barna við skipulagningu leikskólastarfsins og í samstarfi við foreldra. Um er að ræða ferli sem á að vera samþætt daglegu starfi leikskólans og fela í sér skipulagningu, skráningu, mat og ígrundun á námi, þroska og velferð barna.

Markmið
Markmið mats er að auka þekkingu og skilning leikskólakennara og annars starfsfólks, foreldra og barna á þroska barna, námi og líðan. Matið á einnig að tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá leikskóla og að réttindi barna séu virt.
Mat á að beina sjónum að áhuga barna, getu þeirra og hæfni. Börn sýna getu, þekkingu, hæfni og áhuga á ólíkan hátt. Mat á þar af leiðandi að vera einstaklingsmiðað og til þess gert að efla hvert barn. Á grundvelli þess skal veita þeim námstækifæri og stuðning við hæfi svo að þau geti tekið virkan þátt í skólastarfinu.


Hvað skal meta ?
Þegar fylgst er með þroska, námi og velferð barna er lögð áhersla á að skoða eftirfarandi þætti:
  • Alhliða þroska,
  • sjálfstæði,
  • áhugasvið,
  • þátttöku í leik úti og inni,
  • félagsfærni og samkennd,
  • frumkvæði og sköpunarkraft,
  • tjáningu og samskipti.

Mikilvægt er að mat byggist á þátttöku og samvinnu leikskólakennara, annars starfsfólks leikskóla, foreldra og barna. Börn eiga að fá tækifæri til að taka þátt í að meta nám sitt, setja sér markmið og koma með tillögur að leiðum sem best er að fara. Foreldrar búa yfir mikilvægum upplýsingum og þekkingu á börnum sínum og eiga að taka þátt í mati á líðan þeirra og námi.
Matsaðferðir í leikskóla Auðarskóla
HLJÓM-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika.
Í HLJÓM-2 eru sjö mismunandi verkefni/leikir sem reyna á hljóðkerfisvitund og málmeðvitund barnanna og fleiri þætti málþroskans. Það er lagt fyrir í byrjun hauststarfs í september/október. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir er gert ráð fyrir að leikskólinn geri viðeigandi ráðstafanir samkvæmt verklagsreglum; vísi þeim börnum áfram til nánari greiningar. (12-15 % barna). Jafnframt er gert ráð fyrir að unnið sé markvisst með börnin í leik og starfi  og í samvinnu við foreldra með að örva hljóð- og málvitund þeirra.

TRAS (n: Tidlig registrering af språkudvikling), er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. Með TRAS skráningunni er hægt að skima eftir frávikum í mál- og félagsþroska barnanna með fyrirbyggjandi íhlutun í huga.
TRAS skráningarlistinn er ekki málþroskapróf heldur athugun í skráningarformi á málhegðun og málþróun hjá börnum á ákveðnum aldri. Spurningarnar á TRAS skráningarlistanum eru byggðar á niðurstöðum þekktra atferlis- og málþroskakvarða og kenningum Chomsky´s um algildi tungumála.
Spurningarnar á TRAS skráningarlistanum flokkast undir þrjú færnisvið sem hvert um sig á ákveðinn lit á skráningarblaðinu.
  1. Samleikur, tjáskipti/ samskipti og athygli/einbeiting.
  2. Málskilningur og málmeðvitund.
  3. Framburður, orðaforði og setningamyndun.
Markmið með TRAS skráningarlistanum er:
  • að unnt sé að grípa inn í með skjóta og markvissa aðstoð ef grunur vaknar um frávik.
  • að foreldrar og aðrir fullorðnir í umhverfi barns fái ráðgjöf og leiðbeiningar. Það getur dregið úr áhyggjum og gefið innsýn í hvernig best sé að hjálpa barninu.
  • að reynt sé að fyrirbyggja að önnur vandamál komi upp sem tengjast því að barn hafi ekki fengið aðstoð vegna málþroskafrávika.
Leikskóli Auðarskóla 2016
Heimasíða Auðarskóla